Brahim Diaz framherji Real Madrid segist eiga í meiri samskiptum við fyrrum samherja sinn en eiginkonu sína í dag.
Ummælin gætu komið Diaz í klandur heima fyrir en hann var áður í herbúðum AC Milan og hugsar hlýlega til þess tíma.
Hann og Theo Hernandez bakvörður liðsins og Diaz voru miklir vinir.
„Ég mun alltaf þakka AC Milan fyrir, ég átti þrjú frábær ár þarna. Ég er þakklátur öllum og mun alltaf fylgjast með þeim,“ sagði Diaz.
„Ég tala reglulega við Theo Hernandez, ég tala í raun meira við hann en kærustuna mína.“
Diaz er 24 ára gamall sóknarmaður frá Spáni en hann hefur einnig verið á mála hjá Manchester City.