Thomas Tuchel þjálfari FC Bayern er í mjög heitu sæti og virðist vera meðvitaðir um það, þannig er hann byrjaður að sækja um önnur störf.
Þannig segja fjölmiðlar á Spáni frá því að að umboðsmaður Tuchel hafi sett sig í samband við Barcelona.
Barcelona leitar að næsta þjálfara sínum en greint hefur verið frá því að Xavi hætti í sumar.
Tuchel er á sínu öðru tímabili með Bayern en liðið hefur ekki fundið taktinn á þessu tímabili og er fimm stigum frá toppsætinu í Þýskalandi.
Bayern hefur unnið deildina í ellefu skipti í röð og telst það skandall ef liðið vinnur ekki deilina heima fyrir.
Tuchel er sagður spenntur fyrir starfinu í Katalóníu en forráðamenn Bayern eru líklegir til þess að skipta honum út eftir tímabilið.