Jack Grealish leikmaður Manchester City mætir fyrir dómara í þessari viku vegna brota en hann er grunaður um of hraðann akstur en þetta er ekki hans fyrsat brot.
Grealish var gómaður af myndavél að keyra allt of hratt.
Mánuði síðar var hann aftur kærður fyrir það að geta ekki gefið upp hver ökumaðurinn hefði verið.
Grealish mun líklega fá refsingu og sekt en verður hún miðuð við laun hans sem eru rúmlega 50 milljónir á viku.
Grealish hefur ítrekað lent í vandræðum í umferðinni en árið 2020 keyrði hann fullur í miðju útgöngubanni í Bretlandi.
Hann klessti á nokkra bíla og flúði svo af vettvangi.