fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Fréttir

Ef þú færð hringingu úr þessu númeri skaltu ekki svara – Getur reynst dýrkeypt

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 13. febrúar 2024 07:00

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa fengið hringingu úr símanúmerinu 94913741465 síðustu sólarhringa. 94 er landsnúmerið á Sri Lanka og eflaust ekki margir hér á landi sem eiga von á símtali þaðan. Svo grimmt hefur kveðið að þessu að dæmi eru um að hringt hafi verið samstundis úr þessu númeri í alla símana á sama heimilinu.

En það er margt að varast í þessu og ráðlegt að svara alls ekki ef hringt er úr þessu númeri. Þetta er ekkert annað en tilraun til svikastarfsemi af einhverju tagi.

DV.is hefur heyrt frá nokkrum sem hafa fengið hringingu úr þessu númeri en sem betur fer svaraði enginn þeirra og enginn hringdi til baka. Líklegt má telja að markmiðið sé einmitt að fá fólk til að hringja til baka. Þá gætu vandræðin hafist fyrir alvöru því væntanlega er þá hringt í gjaldskylt númer þar sem hver sekúnda getur kostað stórfé.

Einnig er rétt að hugsa sig vel um áður en svarað er í símann þegar hringt er úr ókunnugum erlendum númerum. Ef þú átt ekki von á símtali erlendis frá, þá skaltu staldra aðeins við áður en þú svarar eða hringir tilbaka. Flestir eru með farsíma í dag og ef íslenskur vinur eða ættingi þarf að ná í þig þá eru miklar líkur á að það verði gert úr íslensku númeri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn kominn undir 19 prósent – Stjórnarandstöðuflokkarnir tapa allir fylgi

Sjálfstæðisflokkurinn kominn undir 19 prósent – Stjórnarandstöðuflokkarnir tapa allir fylgi
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ása Lind um átökin í Sósíalistaflokknum – „Peningar gera fólk oft brjálað“

Ása Lind um átökin í Sósíalistaflokknum – „Peningar gera fólk oft brjálað“
Fréttir
Í gær

Bretar vilja gelda alla nauðgara og barnaníðinga með lyfjum – Tilraunaverkefni hafið í 20 fangelsum

Bretar vilja gelda alla nauðgara og barnaníðinga með lyfjum – Tilraunaverkefni hafið í 20 fangelsum
Fréttir
Í gær

Segir 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu en að vinna stóra vinninginn í Euro Jackpot

Segir 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu en að vinna stóra vinninginn í Euro Jackpot
Fréttir
Í gær

Baltasar og Ólafur Jóhann taka höndum saman aftur – Að þessu sinni í íbúð 10B

Baltasar og Ólafur Jóhann taka höndum saman aftur – Að þessu sinni í íbúð 10B
Fréttir
Í gær

Óvenjuleg sjón blasti við í morgungöngutúrnum – „Um leið og ég sá að það kom einhvað hvítt út að þá hringdi ég rakleiðis í Reykjavíkurborg!“ 

Óvenjuleg sjón blasti við í morgungöngutúrnum – „Um leið og ég sá að það kom einhvað hvítt út að þá hringdi ég rakleiðis í Reykjavíkurborg!“