fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Össur Kristinsson er látinn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 9. febrúar 2024 07:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Kristinsson stoðtækjafræðingur er látinn, áttræður að aldri. Össur lést á Landspítalanum þann 6. febrúar síðastliðinn. Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu í dag.

Össur ólst upp í Laugarneshverfinu, en hann fæddist með stuttan fót og fékk því snemma áhuga á stoðtækjum. Hann lærði stoðtækjasmíði Stokkhólmi og eftir átta ár þar flutti hann heim til Íslands og ári síðar stofnaði hann stoðtækjafyrirtækið Össur.

Í Morgunblaðinu er rifjað upp að eftir margra ára þróunarvinnu hafi vendipunktur í rekstri fyrirtækisins verið þegar Össur fann upp sílikonhulsuna. Velta fyrirtækisins margfaldaðist upp úr 1990 og var fyrirtækið skráð á hlutabréfamarkað hér á landi árið 1999 og í dönsku kauphöllina tíu árum síðar.

Össuri var fleira til lista lagt en smíði stoðtækja því hann hannaði einnig nýja tegund af bátsskrokki og kili. Stofnaði hann fyrirtækið Rafnar árið 2005 og seldi hann stuttu síðar hluti sína í Össuri.

Eiginkona Össurar var Björg Rafnar læknir en hún lést árið 2017. Börn þeirra eru Bjarni og Lilja, barnabörnin eru fimm og langafabörnin þrjú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“
Fréttir
Í gær

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“
Fréttir
Í gær

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“