fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Úkraínskir tölvuhermenn komust inn í stjórnkerfi rússneskra dróna

Ritstjórn DV
Föstudaginn 9. febrúar 2024 05:30

Íranskur dróni en Rússar eiga marga slíka. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölvuhermenn, eða kannski öðru nafni tölvuþrjótar sem starfa hjá úkraínska hernum, hafa brotist inn í stjórnkerfi dróna sem rússneski herinn notar.

Þetta kemur fram í færslu á Telegramrás leyniþjónustu úkraínska hersins. Þar segir að tölvuhermennirnir hafi tekist á hendur sérstaka aðgerð sem beindist að hugbúnaði sem Rússar nota til að breyta drónum svo hægt sé að nota þá í hernaði.

Segja Úkraínumennirnir að Rússar hafi kvartað undan miklum vanda með drónaáætlun sína í kjölfarið. Með aðgerð sinni tókst Úkraínumönnum að koma í veg fyrir að Rússar geti notað stjórnkerfi drónanna og einnig komu þeir í veg fyrir að þeir geti breytt stjórnkerfinu, tekið upp myndbönd eða stýrt drónunum með stjórnkerfinu.

Sky News segir að Rússar hafi ekki tjáð sig um þessar meintu tölvuárásir.

Drónar hafa gegnt mikilvægu hlutverki hjá báðum stríðsaðilum sem nota þá sem ódýra lausn til að ráðast á hvor annan og til njósna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast