fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

„Úkraína getur tekið því rólega“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. febrúar 2024 07:30

Ivanovet. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn segjast hafa sökkt rússnesku korvettunni Ivanovet í Svartahafi í síðustu viku. Þeir hafa birt myndband af árásinni og er ekki annað að sjá en að korvettunni sé grandað. Rússnesk yfirvöld hafa ekki staðfest tap korvettunnar en margir rússneskir herbloggarar hafa fjallað um það. Sérfræðingur segir að eitt af trompum Rússa sé nú orðið lítils virði.

Tapið á Ivanovet er meðal margra ósigra Rússa í Svartahafi. Úkraínumenn gera óspart grín að þeim og benda á að Rússar hafi tapað stríðinu um Svartahafið fyrir þjóð sem á engin herskip.

Danski hernaðarsérfræðingurinn Hans Peter Michaelsen sagðist í samtali við Jótlandspóstinn eiga erfitt með að sjá hvaða hlutverki Svartahafsflotinn eigi nú að gegna fyrir Rússa.

„Hægt og rólega er búið að vinna á Svartahafsflota Rússa. Þeir hafa neyðst til að flytja hann fjær landi, til að vera utan skotfæris Úkraínumanna. Nú sýnir sig að skip sem er eitt á siglingu er í hættu á að verða ofurliði borið af drónum. Það þýðir að það verður erfiðara og erfiðara að nota þennan flota í eitthvað gagnlegt og nú er notkunarmöguleiki hans orðinn enn minni,“ sagði hann og bætti við:

„Frá upphafi stríðsins hafa Úkraínumenn verið smeykir við árásir við Mykolaiv og Odesa en geta Rússa til að styðja við landhernað með flotanum er við að vera algjörlega fyrir bí. Úkraínumenn geta því tekið því rólega, þeim er ekki ógnað af hafi utan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu
Fréttir
Í gær

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“