Tapið á Ivanovet er meðal margra ósigra Rússa í Svartahafi. Úkraínumenn gera óspart grín að þeim og benda á að Rússar hafi tapað stríðinu um Svartahafið fyrir þjóð sem á engin herskip.
Danski hernaðarsérfræðingurinn Hans Peter Michaelsen sagðist í samtali við Jótlandspóstinn eiga erfitt með að sjá hvaða hlutverki Svartahafsflotinn eigi nú að gegna fyrir Rússa.
„Hægt og rólega er búið að vinna á Svartahafsflota Rússa. Þeir hafa neyðst til að flytja hann fjær landi, til að vera utan skotfæris Úkraínumanna. Nú sýnir sig að skip sem er eitt á siglingu er í hættu á að verða ofurliði borið af drónum. Það þýðir að það verður erfiðara og erfiðara að nota þennan flota í eitthvað gagnlegt og nú er notkunarmöguleiki hans orðinn enn minni,“ sagði hann og bætti við:
„Frá upphafi stríðsins hafa Úkraínumenn verið smeykir við árásir við Mykolaiv og Odesa en geta Rússa til að styðja við landhernað með flotanum er við að vera algjörlega fyrir bí. Úkraínumenn geta því tekið því rólega, þeim er ekki ógnað af hafi utan.“
🔥 «Івановєц» на дні ― внаслідок спецоперації ГУР МО знищено ракетний корабель ворога
🔗 https://t.co/b8MQb3KJrk pic.twitter.com/Tu6uuaF2rt— Defence intelligence of Ukraine (@DI_Ukraine) February 1, 2024