fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Ánægður Pútín – Stríðið hefur skapað hálfa milljón starfa

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. febrúar 2024 06:30

Var reynt að drepa Pútín? Mynd:EPA/Sputnik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar 2022 hefur hergagnaiðnaður landsins, og annar iðnaður, keyrt á fullu. Framleiðsla skriðdreka hefur fimmfaldast og framleiðsla bíla hefur sjöfaldast.

„Frá því að hin sérstaka hernaðaraðgerð (það er það sem Pútín kallar stríðið) hófst, þá hefur framleiðsla á mörgum tegundum dróna og fallbyssukúlna aukist mikið. Framleiðsla á skotheldum vestum hefur tífaldast,“ sagði Pútín á föstudaginn þegar hann var staddur í Tula í vesturhluta Rússlands.

AFP segir að þar hafi farið fram pólitísk ráðstefna fyrir starfsfólk í varnarmálaiðnaðinum og það er nóg af því í Rússlandi þessa dagana.

Pútín sagði við sama tækifæri að hálf milljón nýrra starfa hafi orðið til í varnarmálaiðnaðinum eftir að stríðið hófst.

Ekki er vitað hvort ummæli Pútíns eru rétt eða einfaldlega hluti af áróðri hans og stjórnar hans en AFP segir að atvinnuleysi í Rússlandi sé nú í sögulegu lágmarki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru „tifandi tímasprengja“

Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru „tifandi tímasprengja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“