„Frá því að hin sérstaka hernaðaraðgerð (það er það sem Pútín kallar stríðið) hófst, þá hefur framleiðsla á mörgum tegundum dróna og fallbyssukúlna aukist mikið. Framleiðsla á skotheldum vestum hefur tífaldast,“ sagði Pútín á föstudaginn þegar hann var staddur í Tula í vesturhluta Rússlands.
AFP segir að þar hafi farið fram pólitísk ráðstefna fyrir starfsfólk í varnarmálaiðnaðinum og það er nóg af því í Rússlandi þessa dagana.
Pútín sagði við sama tækifæri að hálf milljón nýrra starfa hafi orðið til í varnarmálaiðnaðinum eftir að stríðið hófst.
Ekki er vitað hvort ummæli Pútíns eru rétt eða einfaldlega hluti af áróðri hans og stjórnar hans en AFP segir að atvinnuleysi í Rússlandi sé nú í sögulegu lágmarki.