fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Úkraínskur ráðherra spáði fleiri drónaárásum – Síðan hafa þeir streymt til Rússlands

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. febrúar 2024 04:34

Frá eldhafinu í olíubirgðastöð í Bryansk. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slökkvilið víða um Rússland hafa haft í nægu að snúast að undanförnu við að slökkva elda í olíuhreinsistöðvum, vopnaverksmiðjum og fleiri innviðum. Eldana má rekja til drónaárása.

Nýlega var gerð drónaárás á olíuhreinsistöð í Tuapse við Svartahafsströnd Rússlands. Úkraínumenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en við hana notuðu þeir fjölda dróna.

Ekki er langt síðan drónaárás var gerð á olíubirgðastöð í Sankti Pétursborg sem er langt frá úkraínsku landamærunum. Þá sagði úkraínskur ráðherra, Oleksandr Kamysiin, að dróni hefði flogið 1.250 km áður en hann hitti skotmark sitt við rússneska stórborg.  Hann kom þá einnig með aðvörun: „Ég er viss um að á þessu ári munum við sjá fleiri atburði af þessu tagi.“

Ekki er annað að sjá en hann hafi verið sannspár því fregnir hafa borist af álíka árásum víða í Rússlandi.

Aðfaranótt 18. janúar var árásin, sem Kamysiin nefndi, gerð á olíubirgðastöðin við Sankti Pétursborg.

Degi síðar kviknaði í fjórum olíutönkum í birgðastöð í Bryansk héraðinu eftir drónaárás. Kyiv Post skýrði frá þessu.

Þennan sama dag var gerð drónaárás á eina stærstu skotfæraverksmiðju Rússa en hún er í Tambov.

Degi síðar var röðin komin að vopnaverksmiðju í Tula að sögn Kyiv Post. Þar eru meðal annars framleidd flugskeyti.

Og daginn eftir var ráðist á gasstöð í bænum Ust-Luga við Eystrasalt.

Þar á eftir kom röðin að olíubirgðastöð í Tuapse. Reuters hefur eftir heimildarmanni innan úkraínsku leyniþjónustunnar að drónar hafi hæft stöðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af flótta hins meinta morðingja

Birta myndband af flótta hins meinta morðingja
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Skotvopnið fundið og leitað að ungum byssumanni

Morðið á Charlie Kirk: Skotvopnið fundið og leitað að ungum byssumanni