Lord Robertson ræddi við Sky News í síðustu viku um þetta og var meðal annars spurður hvort svo geti farið að til beinna hernaðarátaka komi á milli Bretlands og Rússlands ef Úkraína tapar stríðinu. Hann sagði að sáttmáli Atlantshafsbandalagsins, sem kveður á um að árás á eitt ríki jafngildi árás á þau öll „muni sjá til þess að Pútín haldi sig fjarri“.
Síðan bætti hann við: „Það þýðir ekki að hann muni ekki horfa í aðrar áttir. Að lokum verðum við í skotlínunni.“
Hann sagði einnig að NATO ógni Rússlandi ekki og að bandalagið sé „eingöngu varnarbandalag“. „Við verjum það frelsi sem við höfumst vanist síðan NATO var stofnað en við verðum að tryggja að almenningur sé hluti af þessu.“
Hann sagði að herkvaðning „sé nákvæmlega ranga umræðan til að taka núna því herkvaðning sé ekki góð leið til að styrkja varnirnar. Herkvaddir hermenn eru ekki gagnlegir. Vladímír Pútín er svo sannarlega búinn að komast að því.“