fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Pútín er sagður vera að þreifa fyrir sér hjá Bandaríkjamönnum um að ljúka stríðinu í Úkraínu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. janúar 2024 04:35

Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, er sagður  vera að þreifa fyrir sér hjá Bandaríkjamönnum um hvort Bandaríkin séu reiðubúin til þátttöku í viðræðum um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Er hann sagður hafa þreifað fyrir sér eftir óbeinum leiðum og hafi gefið til kynna að hann sé opinn fyrir því að hefja viðræður, þar á meðal um fyrirkomulag öryggismála í Úkraínu í framtíðinni.

Bloomberg skýrir frá þessu og vitnar í tvo heimildarmenn sem standa ráðamönnum í Kreml nærri. Miðillinn hefur eftir bandarískum embættismönnum að þeir hafi ekki heyrt af slíkum þreifingum og sjái þess engin merki að Pútín sé í alvöru að leita að útleið úr stríðinu sem er nú í pattstöðu.

Orðrómur um vilja Rússa til friðarviðræðna, jafnvel rangur, gæti ýtt undir klofning meðal bandamanna Úkraínumanna, einangrað stjórnvöld í Kyiv og grafið undan tilraunum Volodymyr Zelenskyy, Úkraínuforseta, til að afla stuðnings við friðaráætlun sína en í henni felst meðal annars að Rússar kalli allt herlið sitt heim frá Úkraínu.

Rússnesku heimildarmennirnir sögðu að skilaboðum um vilja Pútíns hafi verið komið á framfæri við háttsetta bandaríska embættismenn í síðasta mánuði. Sögðu þeir að Pútín sé reiðubúinn til að íhuga að falla frá kröfu sinni um að Úkraína verði hlutlaust ríki og jafnvel falla frá kröfu sinni um að Úkraína megi ekki verða aðili að NATO. Fyrirhuguð aðild Úkraínu að NATO hefur einmitt verið aðalröksemdafærsla Pútíns fyrir innrásinni.

Dimitry Peskov, talsmaður Pútíns, sagði á föstudaginn að þessar fréttir séu ekki réttar og að Pútín hafi ítrekað sagt Rússar séu reiðubúnir til viðræðna um Úkraínu. Hann sagði einnig að Rússar séu staðráðnir í að ná markmiði sínu, helst eftir diplómatískum leiðum en ef það er ekki hægt, með hernaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi