fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

66 ára Íslendingur handtekinn á Tenerife

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. janúar 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur karlmaður, 66 ára, var handtekinn á Tenerife á dögunum vegna gruns um fjársvik. Maðurinn er sagður hafa tilkynnt lögreglu að hann hefði verið rændur og átta þúsund evrur, tæplega 1,2 milljónir króna, teknar út af kortinu hans í kjölfarið.

Canarian Weekly greinir frá málinu en Mannlíf greindi fyrst frá málinu hér á landi.

Í fréttinni kemur fram að lögregla hafi skoðað málið og mætt á staðinn, skemmtistað eða bar, þar sem kort mannsins var notað. Kom þá upp úr krafsinu að maðurinn hafði dvalið á umræddum stað í nokkra klukkutíma og meðal annars splæst á aðra gesti.

Þegar lögregla hafði safnað nægjum sönnunargögnum í málinu fóru fulltrúar hennar á hótel mannsins og handtóku hann.

Í frétt Canarian Weekly kemur fram að maðurinn eigi yfir höfði sér 6 til 12 mánaða fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Þess vegna er kaffið orðið svona dýrt – „Við getum ekki annað en hækkað“

Þess vegna er kaffið orðið svona dýrt – „Við getum ekki annað en hækkað“
Fréttir
Í gær

Anton Rafn lést langt fyrir aldur fram – Söfnun fyrir unga dóttur hans – „Anton var hlýr, einlægur“

Anton Rafn lést langt fyrir aldur fram – Söfnun fyrir unga dóttur hans – „Anton var hlýr, einlægur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið