fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Þórunn hjá Úrvali-Útsýn ómyrk í máli: „Stjórnvöld verða að girða sig í brók“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. janúar 2024 11:00

Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrvals-Útsýnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli á dögunum þegar greint var frá því að tíu erlend flugfélög afhendi ekki stjórnvöldum lista yfir þá farþega sem hingað koma með þeim. Þetta hefur meðal annars þær afleiðingar að erfitt er að stöðva brotamenn á landamærunum sem koma hingað til lands.

Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrvals-Útsýnar, segir við Morgunblaðið í dag að ekki standi á flugfélaginu NEOS, sem sinnir leiguflugi fyrir ferðaskrifstofuna, að skila umræddum listum. Málið sé flóknara en svo og ekki við flugfélagið að sakast.

 „Okkar flugfélag hefur gert allt sem í valdi þess er til að verða við óskum um að afhenda farþegaupplýsingar, en til að svo megi verða þurfa íslensk yfirvöld að klára samning svo félagið geti afhent persónuupplýsingar,“ segir Þórunn við Morgunblaðið.

Umræddur samningur snýr að svokölluðum PNR-upplýsingum um farþega. Bendir Þórunn á að reglur Evrópusambandsins heimili ekki að persónuupplýsingum sé miðlað til þriðja aðila nema gerður hafi verið sérstakur samningur þar um.

Haft er eftir Þórunni að NEOS hafi afhent gögn þar til sumarið 2022 en þá hafi Evrópusambandið gripið inn í bannað miðlun þessara upplýsinga þar sem samningurinn hafði ekki verið gerður. Á þetta hafi stjórnendur NEOS bent íslenskum stjórnvöldum á.

„Stjórnvöld verða að gyrða sig í brók og skrifa undir samninginn svo unnt sé að skila gögnunum til yfirvalda,“ segir Þórunn við Morgunblaðið.

Haft er eftir Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að íslensk yfirvöld vinni nú að því að ná umræddum samningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Þess vegna er kaffið orðið svona dýrt – „Við getum ekki annað en hækkað“

Þess vegna er kaffið orðið svona dýrt – „Við getum ekki annað en hækkað“
Fréttir
Í gær

Anton Rafn lést langt fyrir aldur fram – Söfnun fyrir unga dóttur hans – „Anton var hlýr, einlægur“

Anton Rafn lést langt fyrir aldur fram – Söfnun fyrir unga dóttur hans – „Anton var hlýr, einlægur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið