fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Eldingaveður á höfuðborgarsvæðinu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. janúar 2024 06:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar á suðvesturhorni landsins urðu margir varir við þrumur og eldingar í morgunsárið. Það gekk á með vonskuveðri í nótt og hafa vafalítið sumir átt svefnlitla nótt vegna látanna.

Veður byrjaði að ganga niður á höfuðborgarsvæðinu á sjöunda tímanum í morgun og fellur gul viðvörun úr gildi klukkan 07:30.

Veðrið mun svo ganga yfir landið og eru appelsínugular viðvaranir í gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi fram yfir hádegi í dag. Reikna má með 20 til 28 metrum á sekúndu og gætu vindhviður farið í 35 metra á sekúndu. Á þessum slóðum verður ekkert ferðaveður og varasamt ferðaveður í öðrum landshlutum.

Að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn, fyrst vestan til og það kólnar í veðri. Síðdegis má gera ráð fyrir suðvestan 10 til 18 metrum á sekúndum og éljum víða.

„Það er útlit fyrir svipað veður áfram á morgun, en þó nokkuð samfelldari snjókomu fyrri partinn. Frost 0 til 6 stig.
Það er litlar breytingar að sjá á laugardag, spáð er útsynningi með éljagangi sunnan- og vestantil á landinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi