fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

Gummi Ben um umdeilda ákvörðun í Laugardalnum – „Hvort hinir myndu taka betri ákvörðun, við vitum ekki hverjir taka við“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 23. janúar 2024 18:30

Mynd/Hringbraut Gummi Ben

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Benediktsson, sparkspekingur á Stöð2 segir það ekkert óeðlilegt að Vanda Sigurgeirsdóttir og hennar stjórn hafi framlengt samning við Age Hareide í síðustu viku. Hefur þessi ákvörðun vakið athygli.

Vanda hættir sem formaður KSÍ eftir mánuð og það gerir Klara Bjartmarz sömuleiðis sem framkvæmdarstjóri, þá eru fjórir af átta úr stjórn sem þurfa að endurnýja umboð sitt í stjórninni.

Hareide tók við starfi landsliðsþjálfara síðasta vor, úrslitin hafa ekki verið góð undir hans stjórn en mikil ánægja virðist ríkja með hans störf í Laugardalnum.

Það er enn í vinnu og þú getur ekki hætt að vinna þó þú sért að láta af störfum,“ sagði Guðmundur Benediktsson í hlaðvarpsþættinum, Steve dagskrá í dag.

Ákvörðunin er ekki óumdeild. „Ég á mjög erfitt með að segja hvað er rétt eða rangt. Þessir aðilar, það hlýtur að vera stjórn, formaður og framkvæmdarstjóri sem taka þessa ákvörðun um að þetta sé það rétta fyrir íslenska karlalandsliðið.“

Hægt er að segja upp samningi Hareide í lok árs ef marka má tilkynningu frá KSÍ.

„Ég get ekki sagt hvort betri kostir hafa verið í boði, ég gæti líka skilið það að Age vilji fá öryggi. Vita hvað sé framundan, kannski stóð honum annað til boða og vildi fá svör. Það er ofboðslega erfitt að segja að þetta sé rangt af þeim sem eru að taka hana.“

„Hvort hinir myndu taka betri ákvörðun, við vitum ekki hverjir taka við. Ég hef enga sérstaka skoðun á þessu.“

Guðni Bergsson og Þorvaldur Örlygsson sækjast eftir stólnum hennar Vöndu. „Ég held að það verði spennandi, ég held að það verði jafnt. Framboð Guðna fer örugglega misjafnlega í suma og vel í aðra, Þorvaldur svo þarna nokkuð óvænt. Þorvaldur var góður í því sem þjálfari, hann bjó til hjá liðum sínum stríð. Við gegn öllum í heiminum, bjó til stemmingu. Hann var góður að vera í karakter.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sonur Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark og fagnaði að hætti föður síns

Sonur Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark og fagnaði að hætti föður síns
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ummæli Palmer vekja athygli: ,,Þetta er klikkað er það ekki?“

Ummæli Palmer vekja athygli: ,,Þetta er klikkað er það ekki?“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hentar ekki leikkerfi Amorim

Hentar ekki leikkerfi Amorim
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ungur maður varð að hetju eftir að hafa framið glæp fyrir framan heimsbyggðina – Sjáðu hvað gerðist

Ungur maður varð að hetju eftir að hafa framið glæp fyrir framan heimsbyggðina – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Framlengja samning markaskorarans til 2026

Framlengja samning markaskorarans til 2026
433Sport
Í gær

Stjarna Liverpool númer eitt á listanum í sumarglugganum

Stjarna Liverpool númer eitt á listanum í sumarglugganum