fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

Þetta er verðmiðinn á Alberti Guðmundssyni

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. janúar 2024 14:30

Albert Guðmundsson Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt Mirror leiðir West Ham kapphlaupið um Albert Guðmundsson. Það verður þó ekki ódýrt að fá hann.

Albert hefur verið stórkostlegur fyrir Genoa á leiktíðinni, er kominn með 11 mörk og 3 stoðsendingar í öllum keppnum.

Í kjölfarið hefur hann verið orðaður við stærri lið, bæði á Ítalíu og annars staðar.

Nú er West Ham sagt leiða kapphlaupið en á Englandi hefur einnig verið rætt um Aston Villa sem hugsanlegan áfangastað.

Mirror segir jafnframt frá því að það kosti að minnsta kosti 21 milljón punda að landa Alberti.

Genoa vill líklega halda kappanum fram á sumar þar sem félagið seldi annan lykilmann, Radu Dragusin, til Tottenham fyrr í þessum mánuði. Það er spurning hvort nógu gott tilboð berist í Albert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sonur Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark og fagnaði að hætti föður síns

Sonur Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark og fagnaði að hætti föður síns
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ummæli Palmer vekja athygli: ,,Þetta er klikkað er það ekki?“

Ummæli Palmer vekja athygli: ,,Þetta er klikkað er það ekki?“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hentar ekki leikkerfi Amorim

Hentar ekki leikkerfi Amorim
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ungur maður varð að hetju eftir að hafa framið glæp fyrir framan heimsbyggðina – Sjáðu hvað gerðist

Ungur maður varð að hetju eftir að hafa framið glæp fyrir framan heimsbyggðina – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Framlengja samning markaskorarans til 2026

Framlengja samning markaskorarans til 2026
433Sport
Í gær

Stjarna Liverpool númer eitt á listanum í sumarglugganum

Stjarna Liverpool númer eitt á listanum í sumarglugganum