fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

United hafnaði því að fá leikmann Inter fyrir Wan-Bissaka

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. janúar 2024 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hafnaði tilboði Inter í bakvörðinn Aaaron Wan-Bissaka, en ítalska félagið bauð leikmann á móti. The Sun segir frá þessu.

Hægri bakvörðurinn hefur verið fastamaður í liði United undanfarið og miðað við þessar fréttir vildi Erik ten Hag ekki losa sig við hann þrátt fyrir að hægri bakvörður Inter, Denzel Dumfries, hafi verið boðinn á Old Trafford á móti.

Getty Images

United hefur áður verið á eftir Dumfries, sem hefur komið að fimm mörkum á þessu tímabili. Ákvað félagið hins vegar nú að halda sig við Wan-Bissaka.

Wan-Bissaka hefur alls komið við sögu í 17 leikjum á þessari leiktíð og hefur hann lagt upp tvö mörk í þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sonur Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark og fagnaði að hætti föður síns

Sonur Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark og fagnaði að hætti föður síns
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ummæli Palmer vekja athygli: ,,Þetta er klikkað er það ekki?“

Ummæli Palmer vekja athygli: ,,Þetta er klikkað er það ekki?“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hentar ekki leikkerfi Amorim

Hentar ekki leikkerfi Amorim
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ungur maður varð að hetju eftir að hafa framið glæp fyrir framan heimsbyggðina – Sjáðu hvað gerðist

Ungur maður varð að hetju eftir að hafa framið glæp fyrir framan heimsbyggðina – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Framlengja samning markaskorarans til 2026

Framlengja samning markaskorarans til 2026
433Sport
Í gær

Stjarna Liverpool númer eitt á listanum í sumarglugganum

Stjarna Liverpool númer eitt á listanum í sumarglugganum