fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
433Sport

Sancho opinberar hvað Reus sagði við hann eftir leik Dortmund og Manchester United í sumar

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. janúar 2024 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jadon Sancho, leikmaður Dortmund á láni frá Manchester United, segir að Marco Reus hafi hvatt sig til að ganga til liðs við fyrrnefnda félagið á ný strax síðasta sumar.

Þetta segir Englendingurinn í viðtali við heimasíðu Dortmund. Hann fór aftur á láni til félagsins fyrr í þessum mánuði, en Sancho var keyptur til United frá Dortmund á 73 milljónir punda sumarið 2021.

Hann stóð ekki undir væntingum á Old Trafford og hefur átt í stríði við stjórann Erik ten Hag nær allt þetta tímabil. Var hann því lánaður burt í janúar.

Reus, sem hefur verið lengi hjá Dortmund, vildi þó greinilega fá Sancho fyrr aftur. Klippa náðist af þeim félögum eftir æfingaleik þýska liðsins gegn United í sumar. Sancho hefur nú greint frá hvað fór þeirra á milli.

„Hann sagði mér að koma aftur til Dortmund,“ segir Sancho.

„Hann sagði mér að hann yrði hér hvenær sem ég yrði klár í að koma aftur. Ég hef alltaf hugsað þannig að ef hlutirnir ganga ekki upp fyrir mig einhvers staðar er Dortmund staður sem ég þekki og allir þekkja mig. Það er gott að vita af því að félagið og leikmenn þess styðja við bakið á mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“