fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Meiðsli Salah alvarlegri en talið var

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 22. janúar 2024 18:45

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ramy Abbas, umboðsmaður Mohamed Salah, hefur tjáð sig um meiðsli leikmannsins.

Salah fór meiddur af velli í leik Eygpta gegn Gana á Afríkumótinu á dögunum en hann var meiddur aftan á læri.

Margir stuðningsmenn Liverpool tóku andköf, enda einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins.

„Meiðslin eru alvarlegri en var haldið í fyrstu. Hann verður frá í 21-28 daga,“ segir Abbas.

„Besti möguleiki hans á að taka frekar þátt í Afríkukeppninni er að fara í stífa endurhæfingu í Bretlandi og koma til baka um leið og hann er klár.“

Salah hefur verið magnaður fyrir Liverpool á leiktíðinni og er kominn með 14 mörk og 8 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er á toppi deildarinnar sem stendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Óvissa með Cole Palmer
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United skoðar að spila fjölda æfingaleikja til að safna auri í kassann

United skoðar að spila fjölda æfingaleikja til að safna auri í kassann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Martial verður liðsfélagi Ramos – Hafði verið orðaður við annað lið í landinu

Martial verður liðsfélagi Ramos – Hafði verið orðaður við annað lið í landinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal reynir að framlengja við tvo lykilmenn

Arsenal reynir að framlengja við tvo lykilmenn