Kristian Nökkvi Hlynssonm átti flottan leik fyrir lið Ajax sem vann öruggan heimasigur á Waalwijk í Hollandi í kvöld.
Kristian er mikið efni og er að vinna sig inn í byrjunarlið Ajax sem hefur oft spilað betur en í vetur.
Íslenski landsliðsmaðurinn spilaði 79 mínútur í 4-1 sigri Ajax og gerði þriðja mark liðsins á 64. mínútu.
Mark Kristians var einkar laglegt en hann átti flott skot fyrir utan teig sem hafnaði í fjærhorninu.