fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Fullyrt að þetta séu mennirnir sem nú dæla peningum í reksturinn í Vesturbænum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. janúar 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil umræða hefur verið um það í samfélaginu undanfarna daga að mjög vel settir menn séu farnir að dæla peningum í rekstur knattspyrnudeildar KR. Félagið hefur látið hressilega til sín taka á leikmannamarkaðnum.

KR hefur samið við Aron Sigurðarson og Alex Þór Hauksson, sem báðir eru að koma úr atvinnumennsku. Var fjöldi liða hér heima sem vildi fá þá en KR hafði betur. Þá eru orðrómar á kreiki um að félagið sé alls ekki búið að segja sitt síðasta á leikmannamarkaðnum og fleiri stór nöfn orðuð við það.

Málið var til umræðu í Þungavigtinni en sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson kveðst vita hvaða aðilar eru að pumpa fjármagni í rekstur KR.

„Peningarnir eru að koma annars vegar frá Andra Sveinssyni, sem er annar kjölfestufjárfestirinn í Kerecis sem fékk tugi milljarða inn á reikninginn sinn,“ segir hann í nýjasta þættinum. Kerecis var keypt fyrir 180 milljarða íslenskra króna í sumar.

Þess má geta að faðir Andra er Sveinn Jónsson, fyrrum formaður KR og tengingin við félagið því sterk.

„Hinn er Ingi Jóhann Guðmundsson, sem er stærsti eigandi útgerðarfélagsins Gjögurs,“ segir Kristján enn fremur en Ingi er jafnframt, ásamt systur sinni Önnu Guðmundsdóttur, stærsti hluthafi fjárfestingafélagsins Kjálkaness.

Mikael Nikulásson sem er KR-ingur og er sérfræðingur í þættinum tók svo til máls. „Ég veit ekki hvernig þetta virkar, þetta er lið sem hefur ekki verið að borga laun. Sagan segir að KR hafi í langan tíma átt í erfiðleikum með að borga laun. Allt í einu koma tveir til þrír karlar, hvar liggja reglurnar í þessu? Svona getur þú bara keypt fótboltalið,“ sagði Mikael Nikulásson.

KR hafnaði í sjötta sæti Bestu deildar karla á síðasta ári en ætlar sér mun betri hluti í ár. Gregg Ryder tók við þjálfun liðsins í haust af goðsögninni Rúnari Kristinssyni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skagamenn á lífi eftir að hafa skellt Íslandsmeisturunum

Skagamenn á lífi eftir að hafa skellt Íslandsmeisturunum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Víðir spyr hversu langt þetta eigi að ganga – „Viljum við það?“

Víðir spyr hversu langt þetta eigi að ganga – „Viljum við það?“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Launakröfur ástæða þess að fyrrum framherji United vill ekki fara

Launakröfur ástæða þess að fyrrum framherji United vill ekki fara
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Keane ræðir um starf Heimis: Talar um farsa þegar hann var ráðinn – „Gætu ekki skipulagt gleðskap í brugghúsi“

Keane ræðir um starf Heimis: Talar um farsa þegar hann var ráðinn – „Gætu ekki skipulagt gleðskap í brugghúsi“
433Sport
Í gær

Mikil reiði eftir að aðilar reyndu að ná myndum af frægum nöktum karlmönnum – Sjáðu atvikið

Mikil reiði eftir að aðilar reyndu að ná myndum af frægum nöktum karlmönnum – Sjáðu atvikið
433Sport
Í gær

Arsenal sagt tilbúið að selja tvo sóknarmenn í janúar

Arsenal sagt tilbúið að selja tvo sóknarmenn í janúar