fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Strákarnir okkar mæta Hondúras í nótt – Í beinni útsendingu og opinni dagskrá

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 16:00

Mynd: KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið mætir Hondúras í seinni vináttuleik sínum í janúarverkefninu sem nú stendur yfir í nótt.

Leikurinn fer fram klukkan 01:00 í nótt að íslenskum tíma (20:00 í kvöld að staðartíma) og er leikið á sama stað og eins marks sigur vannst gegn Gvatemala á laugardagskvöld, DRV PNK leikvanginum í Fort Lauderdale, Flórída.

Eins og fyrri leikurinn verður viðureignin við Hondúras í beinni útsendingu (og opinni dagskrá) á Stöð 2 sport.

Íslenska liðið hefur æft við góðar aðstæður á æfingasvæði Inter Miami við keppnisvöllinn.  Nokkur þúsund stuðningsmenn Gvatemala héldu uppi góðri stemmningu á leiknum síðasta laugardag og er búist við svipuðum fjölda og sambærilegu andrúmslofti í leiknum gegn Hondúras.

Ísland hefur ekki áður mætt Hondúras í A-landsliðum karla. Íslenska liðið er í 71. sæti á styrkleikalista FIFA og Hondúras er í 76. sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allt sagt á suðupunkti hjá Real Madrid – Leikmenn ekki hrifnir af Alonso og hans regluverki

Allt sagt á suðupunkti hjá Real Madrid – Leikmenn ekki hrifnir af Alonso og hans regluverki
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ætla að gera annað áhlaup og reyna að fá Mainoo í janúar

Ætla að gera annað áhlaup og reyna að fá Mainoo í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal halda að þetta sé árið þeirra – Sagan hins vegar ekki með í þeim í liði

Stuðningsmenn Arsenal halda að þetta sé árið þeirra – Sagan hins vegar ekki með í þeim í liði
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Yamal að kaupa höllina eftir skilnað Shakiru og Pique

Yamal að kaupa höllina eftir skilnað Shakiru og Pique
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Launapakki sem ekki hefur heyrst af áður og Birnir líklega sá launahæsti í sögu fótboltans á Íslandi

Launapakki sem ekki hefur heyrst af áður og Birnir líklega sá launahæsti í sögu fótboltans á Íslandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar