fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Banaslys á Vesturlandsvegi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumaður fólksbifreiðar lést þegar bifreið hans lenti í árekstri við vöruflutningabifreið á Vesturlandsvegi í gær skammt frá gatnamótunum við Hvalfjarðarveg.

Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Vesturlandi.  Tilkynnt var um slysið klukkan 09:48 í gærmorgun.

„Slysið átti sér stað á Vesturlandsvegi skammt frá gatnamótunum við Hvalfjarðarveg. Þar hafði fólksbifreið á suðurleið rekist utan í vöruflutningabifreið sem kom úr gagnstæðri átt og síðan á aðra vöruflutningabifreið sem kom þar á eftir. Ökumaður fólksbifreiðarinnar lést við áreksturinn og farþegi hans slasaðist en ökumenn vöruflutningabifreiðanna voru óslasaðir en voru fluttir til skoðunar á sjúkrahúsið á Akranesi þar sem þeir síðan fengu áfallahjálp,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Lögreglan á Vesturlandi ásamt sjúkra- og slökkviliði fóru á vettvang og þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út sem flutti slasaðan farþega til Reykjavíkur.

Tæknideild lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu ásamt rannsóknarnefnd samgönguslysa komu á vettvang en rannsóknardeild lögreglunnar á Vesturlandi rannsakar slysið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Í gær

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Í gær

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“