fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Vonarstjarna United er 15 ára Rússi – Byrjaður að æfa með aðalliðinu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. janúar 2024 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amir Ibragimov er nafn sem fáir hafa heyrt af en þessi 15 ára knattspyrnumaður frá Rússlandi er byrjaður að vekja athygli hjá Manchester United.

Ibragimov skoraði fjögur mörk í 4-1 sigri U16 ára liðs Manchester United gegn Newcastle á dögunum.

Hann er sagður einn efnilegasti leikmaður sem þjálfarar United hafa séð í mörg ár. Hann fundaði á dögunum með Sir Alex Ferguson og fóru þeir yfir málin.

Ibragimov hefur undanfarnar vikur dottið inn á æfingar með aðalliði félagsins, ekki eru margir á hans aldri sem fá þannig tækifæri.

Ibragimov fæddist í Rússlandi en flutti með fjölskyldu sinni til Englands fyrir nokkrum árum síðan, hann var fyrst í unglingaliði Sheffield United en United sótti hann þaðan.

Ibragimov getuir spilað fyrir bæði Rússland og England en hann hefur komið við sögu í yngri liðum Englands og er talinn líklegur til þess að velja England frekar en heimalandið.

„Ég sé hann fyrir mér sem tíu, eins og Wayne Rooney. Keyra upp völlinn, tæklandi og sækjandi,“ segir Raducio King þjálfari hjá United.

„Hann getur bæði sótt og varist, þú verður að vera með báðar fætur á jörðinni og leggja hart að þér til að ná alla leið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram
433Sport
Í gær

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG
433Sport
Í gær

Firmino fer til Katar

Firmino fer til Katar