fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Blikar fá mjög öflugan liðsstyrk

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. janúar 2024 11:00

Mynd: Breiðablik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er gengin í raðir Breiðabliks frá Þrótti R.

Ólöf skrifar undir samning til 2026 en hjá Blikum hittir hún fyrir sinn fyrrum þjálfara Nik Chamberlain, sem yfirgaf Þrótt til að taka við Blikum fyrr í vetur.

Ólöf er uppalin í Val en kom til Þróttar 2020. Nú tekur hún slaginn með Blikum.

Mun sóknarmaðurinn þó aðeins spila hluta leiktíðar því hún er í Harvard-háskólanum og spilar þar fótbolta.

Ólöf hefur spilað fjóra A-landsleiki og vakti athygli þegar hún skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar