Valur 7 – 1 Þróttur R.
1-0 Patrick Pedersen
2-0 Patrick Pedersen
3-0 Tryggvi Hrafn Haraldsson
4-0 Guðmundur Andri Tryggvason
5-0 Birkir Heimisson
5-1 Kári Kristjánsson
6-1 Patrick Pedersen
7-1 Adam Ægir Pálsson
Valur var í miklu stuði í Reykjavíkurmótinu í dag er liðið mætti Þrótt Reykjavík í sínum fyrsta leik í mótinu.
Valsmenn voru í engum vandræðum með Þróttara í viðureigninni og skoruðu sjö mörk gegn engu frá gestunum.
Patrick Pedersen var á eldi í þessum leik en hann gerði þrennu og þar af tvö mörk í fyrri hálfleik.
Valur var með 3-0 forystu eftir fyrri hálfleikinn en bætti við fjórum í þeim seinni gegn einu frá Þrótturum.