fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Símtal sem Chelsea þarf að hringja strax í dag – ,,Fá hann í klefann til að ná til leikmanna“

Victor Pálsson
Laugardaginn 13. janúar 2024 15:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie O’Hara, fyrrum leikmaður Tottenham, er með ráð fyrir Chelsea sem gæti hjálpað félaginu á þessu tímabili.

O’Hara ráðleggur Chelsea að hringja í fyrrum fyrirliða sinn, John Terry, og fá hann til starfa en þónokkuð er síðan hann lagði skóna á hilluna.

Terry þekkir það þó vel hvað það þýðir að spila fyrir Chelsea, annað en margir leikmenn sem leika með liðinu í dag.

Metnaðurinn virðist ekki vera mikill hjá leikmönnum Chelsea sem hefur alls ekki verið sannfærandi á tímabilinu hingað til.

,,Það fyrsta sem þeir ættu að gera er að hringja í John Terry og fá hann í klefann til að ná til þessara leikmanna,“ sagði O’Hara.

,,Margir hafa gleymt því hvað það þýðir að spila fyrir knattspyrnulið Chelsea og það þarf að minna þá á hvað er í húfi.“

,,Ég man þegar ég spilaði gegn Chelsea og þeir voru með leikmenn eins og Terry, Michael Ballack, Frank Lampard, Ashley Cole og Didier Drogba.“

,,Þetta voru leikmenn sem mættu til leiks og náðu í úrslit á útivelli, þeir börðust fyrir úrslitunum og náðu svo frábærum árangri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift