fbpx
Mánudagur 27.október 2025
433Sport

Áhorfendur skildu hvorki upp né niður er þeir kveiktu á sjónvarpinu – „Hver er tilgangurinn með þessu?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. janúar 2024 08:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhorfendur á leik Middlesbrough og Chelsea í enska deildabikarnum í gær botnuðu ekki í búningavali síðarnefnda liðsins.

Um var að ræða fyrri leik í undanúrslitum. Boro fór með óvæntan sigur af hólmi, 1-0.

Það vakti athygli að Chelsea var í varabúningi sínum þrátt fyrir að ekkert hefði stoppað liðið að vera í sínum hefðbundnu bláu treyjum gegn rauðum Boro-mönnum.

Það sem vakti enn meiri athygli var það að varabúningur Chelsea er ekki allt of frábrugðin aðalbúningnum. Hann er dökkblár á meðan aðalbúningurinn er ljósari.

„Hver er tilgangurinn með þessu?“ skrifaði einn netverji og margir tóku í sama streng.

Seinni leikur Chelsea og Boro fer fram eftir tæpar tvær vikur á Stamford Bridge.

Í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast Liverpool og Fulham. Fyrri leikurinn fer fram á Anfield í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rekinn eftir dapurt gengi

Rekinn eftir dapurt gengi
433Sport
Í gær

McTominay skoðar endurkomu til Englands – Of mikið áreiti pirrar hann á Ítalíu

McTominay skoðar endurkomu til Englands – Of mikið áreiti pirrar hann á Ítalíu
433Sport
Í gær

Ætla að opna veskið í janúar til að bjarga sér frá falli

Ætla að opna veskið í janúar til að bjarga sér frá falli