Gunnar Orri Olsen mun ganga til liðs við FC Kaupmannahöfn í Danmörku frá Stjörnunni í sumar. Frá þessu var greint í dag.
Gunnar er fæddur í mars 2008 og verður því 16 ára í vor.
Mun þessi þrælefnilegi leikmaður fara inn í U17 ára lið FCK þegar hann gengur til liðs við félagið í sumar.
„Gunnar hefur verið að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki karla í vetur og er virkilega hæfileikaríkur leikmaður sem verður gaman að fylgjast með,“ segir meðal annars í tilkynningu Stjörnunnar.