fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Albert á meðal bestu leikmanna Seriu A – Er í draumaliði fyrri hlutans

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. janúar 2024 16:30

Albert Guðmundsson Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Guðmundsson, sóknarmaður Genoa á Ítalíu er á meðal bestu leikmanna í úrvalsdeildinni á Ítalíu nú þegar mótið er hálfnað.

Albert hefur verið frábær í liði Genoa á þessu tímabili en liðið kom upp í deildina fyrir tímabilið.

Opta á Ítalíu velur Albert í lið fyrri umferðar í deildinni en 19 umferðir eru búnar á Ítalíu.

Albert hefur verið orðaður við nokkur stórlið undanfarið og má þar nefna AC Milan, Roma og Aston Villa.

Óvíst er hvort Albert verði með íslenska landsliðinu í umspili um laust sæti á Evrópumótinu í mars.

Albert hefur ekki spilað með landsliðinu undanfarna mánuði en Age Hareide hefur ekki mátt velja hann í hópinn vegna rannsóknar lögreglunnar á Íslandi en kæra var lögð fram síðast haust og Albert þar sakaður um kynferðisbrot.

Albert hefur hafnað sök í málinu en málið er nú komið á borð ákærusviðs lögreglu sem tekur ákvörðun um næsta skref málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hafnar því alfarið að hafa tekið þátt í því að dreifa barnaklámi

Hafnar því alfarið að hafa tekið þátt í því að dreifa barnaklámi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arnar horfði aftur og aftur á frammistöðu Arons Einars í síðasta glugga og segir – „Vænti mikils af honum að vera gott fordæmi“

Arnar horfði aftur og aftur á frammistöðu Arons Einars í síðasta glugga og segir – „Vænti mikils af honum að vera gott fordæmi“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United getur keypt hann á 15 milljónir punda – Real Madrid tilbúið að borga 50 milljónir punda

United getur keypt hann á 15 milljónir punda – Real Madrid tilbúið að borga 50 milljónir punda
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Telja ástandið í Kópavogi mjög slæmt en segja – „Trúðarnir á RÚV sýndu það ekki nógu vel“

Telja ástandið í Kópavogi mjög slæmt en segja – „Trúðarnir á RÚV sýndu það ekki nógu vel“