fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Nunez bestur í heimi ef hann lagar þetta – ,,Stuðningsmenn eru að missa þolinmæðina“

Victor Pálsson
Laugardaginn 6. janúar 2024 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Darwin Nunez getur orðið besti framherji heims ef hann lagar einn eiginleika í sínum leik að sögn Dietmar Hamann.

Hamann er fyrrum leikmaður Liverpool en þar spilar Nunez í dag og er á sínu öðru tímabili.

Nunez leggur sig hart fram í hverjum einasta leik en hann er ekki sá besti þegar kemur að því að nýta færin fyrir framan markið.

,,Stuðningsmenn Liverpool eru að missa þolinmæðina þegar kemur að Nunez en þeir geta gefið honum nokkra mánuði til viðbótar,“ sagði Hamann.

,,Staðreyndin er sú að þegar hann spilar þá skapar liðið fleiri færi en ef þú ert ekki að nýta þessi færi þá skiptir það litlu.“

,,Ef Darwin Nunez gæti klárað færin sín þá væri hann mögulega besti leikmaður heims. Hann er hraður, sterkur og er með allt sem til þarf fyrir utan færanýtinguna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Firmino fer til Katar