fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Fréttir

Enn mælist landris við Svartsengi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. janúar 2024 13:59

Frá gosinu í desember síðastliðnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn mælist landris við Svartsengi þó dregið hafi úr hraðanum undanfarna daga. Þetta var staðfest með GPS gögnum sem voru til umræðu á samráðsfundi vísindafólks á vegum Veðurstofu Íslands í morgun.

„Eins og greint hefur verið frá þá er þetta vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukast líkur á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. Ekki er þó útilokað að þetta sé vísbending um að það dragi úr kvikuinnflæði,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar.

Fram kemur að tæplega 490 skjálftar hafi átt sér stað við kvikuganginn frá því á þriðjudaginn 2. janúar. Þar af eru 14 yfir M 1,0 að stærð, sá stærsti var 1,8 að stærð norður af Hagafelli. Miðvikudaginn 3. janúar varð skjálfti 4,3 að stærð og 3,5 að stærð nærri Trölladyngju, fjölmargir eftirskjálftar fylgdu og hafa um 900 skjálftar mælst á svæðinu.

„Jarðskjálftarnir við Trölladyngju 3. janúar síðastliðinn urðu á þekktri jarðskjálftasprungu þar sem stærri skjálftar hafa orðið nokkrum sinnum áður. Engin merki eru um að þeir tengist kvikuhreyfingum beint. En, þær miklu landbreytingar sem hafa orðið á Reykjanesi í tengslum við kvikugangana í Fagradalsfjalli, landrisi við Svartsengi, kvikuganginn við Sundhnúk 10. nóvember og eldgosið 18. desember hafa mælst á öllu vestanverðu Reykjanesinu og hafa áhrif á skjálftavirkni á svæðinu öllu,“ segir í tilkynningunni.

Það er áfram mat vísindamanna að ef til eldgoss kemur, er líklegast er að það gjósi aftur á Sundhnúksgígaröðinni, á milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Það er hins vegar mikilvægt að rifja upp að kvikuhlaup enda ekki alltaf í eldgosi, eins og dæmi eru um í tengslum við virknina við Fagradalsfjall og eins í Kröflueldum.

Uppfært hættumatskort verður birt seinna í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Angjelin er í opnu fangelsi og mun aðeins afplána helming dómsins

Angjelin er í opnu fangelsi og mun aðeins afplána helming dómsins
Fréttir
Í gær

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“