fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Sancho bíður eftir grænu ljósi til að fara í einkaflugvélina – Ekkert samkomulag í höfn

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. janúar 2024 13:30

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert samkomulag er í höfn á milli Borussia Dortmund og Manchester United vegna Jadon Sancho sem vill komast til Þýskaland á láni.

Sancho er að bíða eftir grænu ljósi til að hoppa upp í einkaflugvél og fara til Spánar þar sem Dortmund er í æfingaferð.

Viðræður hafa staðið yfir síðustu viku en eftir sitja nokkur atriði þar sem félögin hafa ekki náð saman.

Ólíklegt er talið að United vilji setja inn ákvæði sem gefur Dortmund tækifæri til að kaupa Sancho.

Sancho er einn launahæsti leikmaður Manchester United með 375 þúsund pund á viku, hann hefur ekki spilað síðan í ágúst á síðasta ári.

Erik ten Hag, stjóri United, neitar að nota Sancho eftir að þeim lenti saman snemma í september.

United keypti Sancho frá Dortmund fyrir tveimur og hálfu ári fyrir 75 milljónir punda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Firmino fer til Katar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Maresca tjáir sig um Madueke: ,,Hann ákvað það sjálfur“

Maresca tjáir sig um Madueke: ,,Hann ákvað það sjálfur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eiginkona Jota mætti fyrir utan Anfield ásamt börnunum

Eiginkona Jota mætti fyrir utan Anfield ásamt börnunum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar