fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Brynjar ósáttur við Helga Hrafn: „Hvað heldurðu eiginlega að þú sért?“

Eyjan
Fimmtudaginn 4. janúar 2024 11:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi varaþingmaður, vandar Helga Hrafni Gunnarssyni, fyrrverandi kollega sínum á Alþingi, ekki kveðjurnar í nýjum pistli á Facebook.

Eins og DV greindi frá í gær skrifaði Helgi harðorðan pistil þar sem hann fjallaði um yfirvofandi forsetaframboð Arnars Þórs Jónssonar, varaþingmanns og fyrrverandi héraðsdómara.

Sjá einnig: Fyrrverandi þingmaður varar við Arnari Þór: „Vinsamlegast ekki kjósa hann“

„Vinsamlegast ekki kjósa hann. Hann hefur annaðhvort ekki dómgreindina, eða heilindin, sem þarf til að sinna starfinu. Hann dregur ályktanir þvert á borðleggjandi staðreyndir, jafnvel þegar efnið er hans eigin sérfræðiþekking,“ sagði Helgi meðal annars en óhætt er að segja að skrif hans hafi vakið athygli.

Brynjar og Helgi þekkjast vel enda sátu þeir saman á Alþingi á árunum 2013 til 2021. Brynjar er ekki sáttur við skrif fyrrum kollega síns og kemur Arnari Þór til varnar.

„Vinur minn, Helgi Hrafn Gunnarsson, setti nýtt met í yfirlæti í gær þegar hann fann hjá sér þörf til að vara kjósendur sérstaklega við hæstaréttarlögmanninum og fyrrverandi dómaranum, Arnari Þór Jónssyni, í næstu forsetakosningum vegna þess að hann skorti bæði dómgreind og heilindi. Helga Hrafni finnst, eins og flestum á hans væng í stjórnmálum, að hans skoðanir séu staðreyndir og því andstæð sjónarmið beinlínis hættuleg og merki um óheilindi og dómgreindarleysi. Ég segi bara við Helga Hrafn, vin minn: Hvað heldurðu eiginlega að þú sért?“

Brynjar segir að öfugt við Helga Hrafn og flesta flokksmenn hans hafi Arnar Þór skýra sýn og hugmyndafræði. Hann geti komið hugsun sinni frá sér með skiljanlegum hætti, bæði í rituðu og töluðu máli.

„Við getum verið ósammála honum en í stað þess að væna hann um óheilindi og dómgreindarskort væri rétt að taka frekar rökræðuna við hann. Það gerir fólk sem er annt um lýðræðið, Helgi Hrafn. Þú og þínir flokksfélagar, Helgi Hrafn, eruð farin að hljóma eins og fólkið sem hefur fengið allar greiningar sem til eru í læknisfræðinni og heldur að það hafi fundið sannleikann. Losið þið nú þessa títuprjóna sem þið eruð með föst í afturendanum og reynið að líta glaðan dag, þó ekki væri nema einstaka sinnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum