fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Simmi Vill leggur til að þessu verði breytt – „Algjör tímaskekkja“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. janúar 2024 08:30

Simmi Vill. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kvöld verður íþróttamaður ársins 2023 opinberaður við hátíðlega athöfn á Hótel Hilton. Bæði karlkyns og kvenkyns íþróttamenn eru tilnefndir til sömu nafnbótarinnar en athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson leggur til breytingar á þessu.

Sex konur og fjórir karlar koma til greina til að hljóta nafnbótina Íþróttamaður ársins í kvöld.

„Ég er búinn að segja það í mörg ár að mér finnst algjör tímaskekkja að við skulum ekki velja bæði íþróttamann ársins og íþróttakonu ársins,“ sagði Sigmar í hlaðvarpinu 70 mínútur.

Hann færði svo rök fyrir máli sínu.

„Mér finnst að ungar íþróttakonur eigi skilið að fá sína fyrirmyndarhetju á hverju ári, alveg eins og ungir drengir fá oftast nær. Oftast nær er karl valinn íþróttamaður ársins. Af hverju ekki að framleiða fleiri íþróttahetjur? Þú gerir það með því að velja karl og konu.“

Þessi tíu (í stafrósröð) koma til greina sem íþróttamaður ársins
Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttir
Anton Sveinn McKee, sund
Elvar Már Friðriksson, körfubolti
Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti
Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti
Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti
Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund
Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar
Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti
Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Náðu myndbandi af stórstjörnunni sem var blindfullur á tónleikum

Náðu myndbandi af stórstjörnunni sem var blindfullur á tónleikum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar
433Sport
Í gær

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“
433Sport
Í gær

Elías Már til Kína

Elías Már til Kína
433Sport
Í gær

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“
433Sport
Í gær

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum