fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Kristján ómyrkur í máli um orðuveitinguna: Botnar ekki í því að þessi maður fái ekki viðurkenninguna – „Hans fálkaorða hefur sennilega týnst uppi í rassgatinu á einhverjum“

433
Þriðjudaginn 2. janúar 2024 12:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnuþjálfarinn Elísabet Gunnarsdóttir var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær, Nýársdag, ásamt þrettán öðrum. Vakti þetta mikla umræðu í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin.

Viðurkenninguna fékk Elísabet fyrir framlag til kvennaknattspyrnu og annarra íþrótta. Hún er nýhætt með sænska liðið Kristianstad eftir fimmtán frábær ár þar.

Ekki eru allir sammála þessu.

„Langt á undan Heimi Hallgrímssyni sem kom Íslandi á HM, smæsta þjóð sem hefur komist þangað. Hans fálkaorða hefur sennilega týnst uppi í rassgatinu á einhverjum hálfvita. Ég veit ekki hver djöfullinn er í gangi þarna,“ segir Kristján Óli Sigurðsson, sparkspekingur, í Þungavigtinni.

„Elísabet er ágætlega að þessu komin en hefur ekki unnið einn einasta málm í Svíþjóð,“ bætti hann við.

„Fyrir hvað er hún þá að fá þetta?“ skaut Mikael Nikulásson inn í.

Kristján botnar hreinlega ekki í því af hverju Heimir hefur ekki hlotið orðuna fyrir árangur sinn með íslenska karlalandsliðið.

„Ef ég væri Heimir Hallgrímsson myndi ég ekki svara þessari orðunefnd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hefur ekki spilað fyrir Tottenham í tæpt ár vegna meiðsla – Er samt valinn í landsliðið

Hefur ekki spilað fyrir Tottenham í tæpt ár vegna meiðsla – Er samt valinn í landsliðið
433Sport
Í gær

Guardiola með djarfa spá – Gæti orðið sá besti í heimi í þessari stöðu

Guardiola með djarfa spá – Gæti orðið sá besti í heimi í þessari stöðu
433Sport
Í gær

Raðsigurvegarinn Matthías yfirgefur sviðið á morgun: Nýtt og spennandi hlutverk bíður – „Ég hefði aldrei fyrirgefið mér“

Raðsigurvegarinn Matthías yfirgefur sviðið á morgun: Nýtt og spennandi hlutverk bíður – „Ég hefði aldrei fyrirgefið mér“
433Sport
Í gær

Vongóður um að tveir leikmenn sem meiddust aðeins gegn Liverpool verði með um helgina

Vongóður um að tveir leikmenn sem meiddust aðeins gegn Liverpool verði með um helgina