fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

Kristján segir frá ótrúlegri uppákomu á golfvellinum – „Það hafa verið helvíti skemmtilegar 18 holur sem þessi fáviti átti í gær“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. janúar 2024 08:30

Kristján Óli Sigurðsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkspekingurinn geðþekki Kristján Óli Sigurðsson sagði frá atviki sem hann lenti í á golfvelli á Spáni á dögunum.

Kristján er staddur í fríi á Spáni og í þætti Þungavigtarinnar sem kom út í gær sagði hann frá framkomu Þjóðverja á golfvelli sem hann var staddur á.

„Það kom tveggja metra þjóðverji og ætlaði að rota Höfðingjann,“ sagði Kristján, þó léttur í bragði, í Þungavigtinni.

„Pabbi stendur við afgreiðsluborðið og einhver tveggja metra Þjóðverji var að klára að borga. Hann var með settið sitt með sér og pabbi stóð á milli settsins og afgreiðsluborðsins. Hann lét hann heyra það.“

Kristján segist þá hafa hlegið að framkomu Þjóðverjans. Það fór hins vegar ekki vel í hann.

„Hann spurði: „Varstu að hlæja að mér?“ Ég spurði hann hvort það væri ekki allt í lagi. Þá fór hann enni í enni við mig inni í golfskála. Þetta var eins og í einhverjum skets.

Ég sagði honum bara að njóta dagsins. Það hafa verið helvíti skemmtilegar 18 holur sem þessi fáviti átti í gær,“ sagði Kristján að lokum um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hafa engan áhuga á að sleppa Trent fyrr

Hafa engan áhuga á að sleppa Trent fyrr
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fimm áhugaverð nöfn á blaði hjá Lundúnaliðinu

Fimm áhugaverð nöfn á blaði hjá Lundúnaliðinu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Losar United sig strax við hann? – Áhugi á að fá hann aftur til Ítalíu

Losar United sig strax við hann? – Áhugi á að fá hann aftur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rashford sagður hafa tekið ákvörðun – Á skjön við það sem hefur verið sagt undanfarið

Rashford sagður hafa tekið ákvörðun – Á skjön við það sem hefur verið sagt undanfarið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda
433Sport
Í gær

Enskt stórlið á meðal þeirra sem fylgdust með Ronaldo yngri

Enskt stórlið á meðal þeirra sem fylgdust með Ronaldo yngri
433Sport
Í gær

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við