fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Tölvuþrjótar segja að 74 hafi fallið í loftárás á rússneskt herskip

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. janúar 2024 06:30

Novocherkassk í ljósum logum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn gerðu loftárás á rússneska herskipið Novocherkassk á annan dag jóla. Skipið lá þá í höfn í Feodosia við Svartahaf. Skipið er sagt ónýtt eftir árásina og er þetta enn eitt áfallið fyrir Svartahafsflota Rússa sem hefur beðið mikið tjón í stríðinu.

Úkraínski tölvuþrjótahópurinn Cyber Resistance segir að sögn Kyiv Independent að hann hafi komist yfir tölvupóst frá samskiptadeild rússneska flotans þar sem skýrt er frá mannfalli í árásinni.

Kemur fram að 74 rússneskir hermenn hafi fallið í árásinni og 27 hafi særst.

Rússnesk yfirvöld hafa staðfest að skipið hafi orðið fyrir loftárás og að einn hermaður hafi fallið í árásinni.

Rússneska varnarmálaráðuneytið segir að Úkraínumenn hafi gert loftárás á skipið, tvær orustuþotur hafi skotið flugskeytum að því.

Úkraínsku tölvuþrjótarnir segja að tölvupósturinn hafi verið sendur til starfsmanns hjá rússnesku ríkissjónvarpsstöðinni Rossiya 1.

Novocherkassk var 113 metra langt og var hannað til að flytja hermenn og setja í land. Það gat flutt brynvarin ökutæki og 240 hermenn. 87 voru í áhöfn þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin