The Upshot tekur gjarnan saman skemmtilegar sögur utan vallar í íþróttaheiminum. Síðan er nú að gera upp árið og hefur valið það sem mætti þýða sem „Grey (e. poor bastard) ársins.“
Nokkrir eru þar nefndir til sögunnar. Má þar nefna Lisandro Martinez, varnarmann Manchester United, sem var í fríii á hóteli á Ibiza þegar leikmenn Manchester City mættu þangað til að fagna þrennu sinni í vor.
Einnig kom Mark Gould til greina. Sá var dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir að selja ólögleg streymi á leiki í ensku úrvalsdeildinni.
Billy Tarbuck, stuðningsmaður Chelsea sem var kýldur svo illa af stuðningsmönnum West Ham, var einnig tilnefndur. Hann hafði verið að espa þá upp áður en hann var kýldur. Nánar um málið hér.
En sigurvegarinn á síðu The Upshot er Luan, miðjumaður Corinthians í Brasilíu. Hann var mættur á mótel þar í landi og ætlaði þar að stunda kynlíf með nokkrum konum.
Það fór þó alls ekki eins og planað var. Fótboltabullur og stuðningsmenn Corinthians réðust nefnilega inn og börðu hann illa fyrir slæmt gengi hans á vellinum. Heimtuðu þeir að hann segði upp samningi sínum við félagið.