fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Kuldakast í kortunum: Fer frostið niður fyrir 30 gráður á morgun?

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. desember 2023 11:34

Þessi mynd sýnir -31 gráðu á miðhálendinu á morgun. Það verður líka kalt í byggð en ekki alveg svona kalt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er kuldakast í kortunum og samkvæmt sjálfvirkri hitaspá á vef Veðurstofu Íslands gæti frostið farið niður í um 30 gráður á miðhálendinu á morgun.

Samkvæmt spánni verður kaldast norðan Hofsjökuls og gæti frostið þar farið niður í -30 gráður í fyrramálið.

Það verður líka kalt í byggð og á höfuðborgarsvæðinu gæti hitinn farið niður í -10 gráður á morgun. Það verður bjart og fallegt veður og hægur vindur. Á Akureyri gæti frostið farið niður 13 gráður en þar verður einnig bjart yfir og fallegt veður.

Það verður kalt um allt land á morgun og eru bláar tölur raunar í kortunum fram á nýársdag en þá gæti rignt víða um land.

Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt Veðurstofu Íslands:

Á laugardag:
Austan 3-8 m/s, en 8-13 með norður- og suðurströndinni. Dálítil snjókoma með köflum, en úrkomulaust vestanlands. Frost 0 til 10 stig, mildast syðst.

Á sunnudag (gamlársdagur):
Norðlæg eða breytileg átt 3-10. Skýjað með köflum og él á stöku stað. Bætir í vind og fer að snjóa austanlands um kvöldið. Frost 2 til 12 stig, mest inn til landsins.

Á mánudag (nýársdagur):
Norðaustan 10-18. Rigning eða slydda um landið austanvert, snjókoma norðvestantil, en úrkomulítið suðvestanlands. Dregur úr vindi og úrkomu seinnipartinn. Hlýnar í veðri.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Norðaustanátt og dálítil él, en bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Kólnar smám saman aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þessir tveir hlutir eru á algjörum bannlista hjá Karli og Kamillu í bresku konungshöllinni

Þessir tveir hlutir eru á algjörum bannlista hjá Karli og Kamillu í bresku konungshöllinni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Tókst ekki að sanna dónaskap og virðingarleysi af hálfu Listaháskólans og fær ekki inngöngu

Tókst ekki að sanna dónaskap og virðingarleysi af hálfu Listaháskólans og fær ekki inngöngu
Fréttir
Í gær

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“
Fréttir
Í gær

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi