Stórlið Real Madrid hefur bannað stuðningsmönnum sínum að merkja treyjur liðsins með nöfnum Kylian Mbappe og Erling Haaland.
Um er að ræða tvo leikmenn sem eru reglulega orðaðir við spænska stórliðið og þá sérstaklega Mbappe.
Opinber búð Real Madrid hefur nú ákveðið að banna nöfnin tvö aftan á treyjunum en eftirspurnin hefur verið mikil.
Það eru aðallega ferðamenn sem eru að biðja um svoleiðis treyjur en Real hefur sagt stopp því þessir leikmenn leika einfaldlega ekki fyrir félagið.
Haaland er framherji Manchester City á Englandi og Mbappe er þá sóknarmaður Paris Saint-Germain.