Vitor Roque er mættur til Barcelona þar sem hann mun formlega ganga til liðs við félagið um áramótin.
Um er að ræða 18 ára gamlan sóknarmann sem kemur frá Athletico-PR í heimalandinu, Brasilíu.
Börsungar greiða 40 milljónir evra fyrir Roque og binda miklar vonir við hann.
Roque, sem getur spilað sem fremsti maður og úti á kanti, skrifar undir sjö ára samning.
„Draumur minn er að rætast. Ég er hér til að læra af þessum hópi og skora mörk fyrir Barcelona. Ég get ekki beðið eftir því að byrja,“ sagði Roque í dag.
Roque gæti spilað sinn fyrsta leik strax 4. janúar gegn Las Palmas.
WELCOME TO BARCELONA pic.twitter.com/oGNqKfsFYI
— FC Barcelona (@FCBarcelona) December 27, 2023