Danska knattspyrnufélagið Lyngby birti myndband á samfélagsmiðla sína í gær með mörkum frá árinu sem er að líða. Þar koma Íslendingar heldur betur við sögu.
Lyngby er mikið Íslendingafélag en Freyr Alexandersson þjálfar liðið og eru þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Sævar Atli Magnússon, Kolbeinn Birgir Finnsson og Andri Lucas Guðjohnsen þar á mála.
Í syrpunni hér að neðan má sjá mörk frá Andra, Kolbeini og Gylfa meðal annars en sá síðastnefndi skoraði stórkostlegt mark gegn Helsingör í bikarnum á árinu. Var þetta annað markið hans af tveimur í leiknum.
GODE KASSER FRA 2023 💙
Der blev scoret masser af flotte kongeblå mål i 2023, og vi har samlet nogle af de allerbedste til jer her 🤩#SammenForLyngby pic.twitter.com/qzx8dqg21M
— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) December 27, 2023
Meira
Einkaviðtal við Gylfa Þór: Ræðir endurkomu kvöldsins á einlægan hátt – „Þetta var bara yndislegt“