Ítalska stórliðið Inter hefur áhuga á Anthony Martial, sóknarmanni Manchester United. Gazzetta dello Sport segir frá þessu.
Samningur Martial við United rennur út eftir leiktíðina og hann er ekki í framtíðarplönum félagsins, sem hefur þó möguleika á að framlengja samninginn um eitt ár til viðbótar.
Martial gekk í raðir United frá Monaco 2015 en hefur heilt yfir valdið miklum vonbrigðum.
Inter gæti boðið þessum 28 ára gamla leikmanni upp á nýtt umhvefi.
Inter er sem stendur á toppi Serie A með 4 stiga forskot á Juventus.