Manchester City virðist vera að landa argentíska ungstirninu Claudio Echeverri en þetta kemur fram í fjölmiðlum þar í landi.
Echeverri er aðeins 17 ára gamall en hann hefur heillað með River Plate og argentíska U17 ára landsliðinu.
City virðist nú vera að landa honum fyrir um 20 milljónir punda.
Echeverri, sem er sóknarsinnaður miðjumaður, kemur þó ekki strax til City en líklegra er að hann kæmi næsta sumar eða eftir ár.
Echeverri hafði einnig vakið mikinn áhuga Barcelona og Real Madrid, auk Paris Saint-Germain.
Svo virðist þó sem hann ætli að velja þrefalda meistara City.