Manchester United og meirihlutaeigendur, Glazer fjölskyldan, þurfa að ráðfæra sig við Sir Jim Ratcliffe og félag hans, INEOS, áður en ákvarðanir eru teknar innan félagsins.
Tilkynnt var um 25% eignarhald Ratcliffe og INEOS á aðfangadag en yfirvöld ensku úrvalsdeildarinnar þurfa að samþykkja kaupin áður en þau ganga formlega í gegn.
Ratcliffe mun taka yfir fótboltahlið félagsins og mun það taka gildi þegar í stað þó svo yfirvöld hafi ekki staðfest kaup hans.
Times greinir frá þessu en Glazer fjölskyldan þyrfti að ráðfæra sig við hann um leikmannakaup, framtíð stjórans Erik ten Hag og þess háttar.