Það fór fram stórleikur í sádíarabísku deildinni í gær þegar Al-Ittihad tók á móti Al-Nassr.
Stór nöfn spila með báðum liðum og má þar nefna Karim Benzema og N’Golo Kante hjá Al-Ittihad annars vegar og Cristiano Ronaldo og Sadio Mane hjá Al-Nassr hins vegar.
Ronaldo og félagar unnu leikinn 5-2 en hann var jafn allt þar til um klukkutími var liðinn.
Þá fékk Fabinho, fyrrum leikmaður Liverpool og nú leikmaður Al-Ittihad, rautt spjald fyrir að slá til Otavio.
Atvikið þykir nokkuð umdeilt en dómarinn gaf rautt spjald eftir skoðun í VAR.
Myndband af þessu er hér að neðan.
¡SEGUNDO PENAL PARA EL EQUIPO DE CR7! 🚨 El árbitro revisó la jugada en el VAR, marcó el penal y expulsó a Fabinho. #SPLenFOX pic.twitter.com/NmZ4wx0p2R
— FOX Deportes (@FOXDeportes) December 26, 2023