Afskaplega litlar líkur eru á því að Real Madrid ákveði að kaupa markmanninn Kepa Arrizabalaga endanlega frá Chelsea.
Frá þessu greina nokkrir spænskir miðlar en Kepa var fenginn til Real á láni frá Chelsea síðasta sumar.
Það var skyndiákvörðun vegna meiðsla Thibaut Courtois sem meiddist illa í ágúst á þessu ári.
Kepa hefur ekki heillað neinn á Santiago Bernabeu og vill félagið senda hann aftur til Englands 2024.
Kepa varð dýrasti markmaður heims árið 2018 er hann var keyptur fyrir 80 milljónir evra til Chelsea frá Athletic Bilbao.
AS fullyrðir að Kepa sé ekki vinsæll í Madrid eftir frammistöðu sína á þessu ári og verður að öllum líkindum sendur burt á næsta ári.