Thomas Tuchel, stjóri Bayern Munchen, hefur staðfest það að liðið sé að vinna í því að fá inn nýja leikmenn í janúarglugganum.
Bayern hefur ekki þótt sannfærandi á tímabilinu hingað til en átti góða glugga í sumar og fékk til að mynda Harry Kane frá Tottenham fyrir metfé.
Tuchel er ekki of ánægður með hópinn eins og hann er og segir að það séu viðræður í gangi við leikmenn sem gætu komið til félagsins í janúar.
,,Við erum að vinna í því að fá inn nýja leikmenn. Við munum vonandi bæta liðið í vetur,“ sagði Tuchel.
,,Við vitum auðvitað að það verður ekki auðvelt því janúarglugginn er erfiðari en sumarglugginn.“
,,Við þurfum kannski tvo nýja leikmenn eða leikmann sem getur spilað nokkrar stöður.“