Það er talið að Manchester United sé þegar komið með nóg af Antony og skoði arftaka hans.
Antony gekk í raðir United frá Ajax fyrir meira en 80 milljónir punda fyrir síðustu leiktíð en hefur engan veginn staðið undir þeim væntingum.
Félagið er því að gefast upp og skoðar aðra kantmenn í hans stöðu.
Samkvæmt frétt The Sun hefur United áhuga á Takefusa Kubo hjá Real Sociedad.
Það er talið að hann myndi kosta United 43 milljónir punda en það er verðmiðinn sem Sociedad hefur sett á hann.